fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Fimm konur hafa kært séra Ólaf

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm konur, sem allar tengjast kirkjunni nánum böndum, hafa kært séra Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Þar kemur fram að konurnar hafi sent bréf til Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem las bréfið á kirkjuþingi í gær.

Konurnar sem um ræðir: Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, Guðbjörg Ingólfsdóttir, starfsmaður Kirkjuhúss, séra Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og deildarstjóri sálgæslu á Landspítala.

Að því er Fréttablaðið greinir frá segjast konurnar bera fullt traust til úrskurðarnefndar kirkjunnar.

Um helgina var greint frá bréfi sem lögmaður séra Ólafs, Einar Gautur Steingrímsson, sendi Agnesi vegna ákvörðunar hennar um að senda Ólaf í leyfi í sumar. Þar var Agnes borin þungum sökum og sökuð um að fara gegn lögum og byggja á slúðri og dylgjum við ákvörðun sína um að senda Ólaf í leyfi.

Konurnar fimm vilja meina að í bréfi lögmannsins sé gert lítið úr þeim brotum sem séra Ólafur er sakaður um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“