fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Tugir milljóna Bandaríkjamanna í klípu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 07:00

Margir eiga erfitt þessa dagana og mikill samfélagslegur órói er. Mynd:EPA-EFE/CRAIG LASSIG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrst misstu þeir vinnuna og síðan sjúkratrygginguna. Allt er þetta af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru og er óhætt að segja að tvöföld ógæfa hafi dunið á mörgum Bandaríkjamönnum. Talið er að tæplega 27 milljónir hafi nú misst sjúkratryggingu sína í kjölfar atvinnumissis. Þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir þetta fólk og þetta veldur repúblikönum einnig ákveðnum höfuðverk nú á kosningaári.

Í apríl missti Betty Canales vinnuna hjá stóru fyrirtæki í Dallas. Um leið missti hún sjúkratrygginguna sína. Hún er með sykursýki og fer til læknis á þriggja mánaða fresti. Insúlínið kostar hana sem svarar til um 130.000 íslenskra króna á hverjum ársfjórðungi. Í samtali við Texas Tribune sagðist hún vera áhyggjufull því hún viti ekki hvernig hún á að greiða fyrir lyfin sín.

Miklu fleiri eru í svipaðri stöðu og hún en rúmlega 40 milljónir hafa misst vinnuna eftir að heimsfaraldurinn skall á og 27 milljónir misstu um leið sjúkratryggingar sem vinnuveitendur þeirra greiddu. Þetta er mat Kaiser Family Foundation, bandarískrar hugveitu sem sérhæfir sig í heilbrigðismálum.

Margir geta skipt yfir í tryggingar sem hið opinbera styður við. Í mörgum ríkjum geta þeir fátækustu notið tryggingar sem nefnist Medicaid en þurfa samt sjálfir að greiða hluta af kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Þeir sem eru aðeins betur staddir geta nýtt sér Obamacare. Mikill munur er á skilyrðunum, til að fá að njóta þessarar þjónustu, á milli einstakra ríkja og milljónir manna munu ekki fá aðgang að neinum sjúkratryggingum. Þetta á til dæmis við í Texas og Flórída.

Margir munu því eflaust gleðjast yfir Obamacare nú en það kerfi hefur verið mikið bitbein stjórnmálamanna á undanförnum árum en nú veitir það atvinnulausu fólki ákveðið öryggi. Þetta er ákveðinn höfuðverkur fyrir repúblikana sem hafa lengi reynt að leggja Obamacare niður og láta nú reyna á það fyrir dómstólum en málið er nú hjá Hæstarétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna