fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
FókusFréttir

Kallar veggjakrotara glæpamenn sem svífast einskis – „Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 31. maí 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar nokkur Jóhannsson stofnandi nýstofnaðs Félags Ungs Fólks gegn Veggjakroti skrifaði pistil sem birtist á Vísi í dag. Þar fjallar hann um veggjakrot sem hann telur vera „samfélagsmein“, en það er titill pistilsins.

Brynjar byrjar pistilinn á því að fjalla um framfarir mannkynsins og vitnar meira að segja í Thomas Edison. Honum finnst ósanngjarnt að glæpamenn sem „svífist einskis“ haldi áfram að eyðileggja þessar merku uppgötvanir, en þar á hann við um veggjakrotara.

Hann segir að honum hafi verið kennt að fremja ekki glæpi sem hann telur sérstakt ef að stjórnvöld gangi ekki harðar að þessu meinta samfélagsmeini. Hann fullyrðir að veggjakrot þurfi að hætta og það strax.

„Þróun mannkyns hefur leitt af sér hina ótrúlegustu hluti. Hluti, sem eitt sinn þóttu ómögulegir. Í aldanna rás hafa helstu hugsuðir heimsins enda lagt allt sitt af mörkum í þágu hagsmuna heildarinnar. Gefur auga leið að slíkt er ekki, mun aldrei vera, auðvelt. Víðfræg orð Thomas Edisons undirstrika þetta enda með góðu móti, um að honum hafi „ekki mistekist, heldur einungis fundið 10.000 aðferðir sem ekki virka”.

Í ljósi þessarar þróunnar hafa menn og konur þá aukinheldur lagt allt sitt af mörkum til að gera áðurnefndar hugmyndir að veruleika. Hugmyndir þær sem hverju mannsbarni eru kenndar, úthugsaðar skoðanir sem þykja almennt viðurkenndar, og síðast en ekki síst, þeir veraldlegu hlutir sem við sjáum allt í kringum okkur urðu enda ekki til í tómarúmi.

Þrátt fyrir þá erfiðisvinnu sem mannkynið allt hefur lagt af mörkum, eru, og hafa alltaf verið, einhverjir sem bera ekki virðingu fyrir umræddri vinnu. Fólk sem svífst einskis. Í allflestum tilvikum teljst slíkt fólk heyra til glæpamanna. Slík skilgreining er þó háð gildandi lögum á hverjum tíma.

Á Íslandi í dag, virðist þó vera sem slíkir óþokkar fái að ganga frjálsir um götur bæja og borga, og vanvirði veraldlega muni með fyrirlítlegri iðju sinni. Þetta gera þau almennt óáreitt. Þegar ég var ungur snáði var mér kennt að glæpir borga sig ekki, en þetta skeytingarleysi hins opinbera fær mig til að efast um sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar.

Þetta verður að stöðva, helst ekki seinna en í gær. Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjarkrot.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum