fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Stórt kýli í hálsi Hörpu varð til þess að hún leitaði til læknis: „Allt lífið gjörbreyttist“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. maí 2020 20:00

Áhrifarík mynd, Hildur og Heiða systur Hörpu raka af henni hárið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ótrúlega gaman, þetta er búið að vera erfitt ferli. Þegar ég byrjaði í meðferðinni þá var þetta mitt fyrsta markmið,“ segir Harpa Karen Antonsdóttir, leikmaður Hauka í knattspyrnu, sem upplifði mikinn gleðidag í vikunni þegar hún snéri aftur á knattspyrnuvöllinn. Veturinn hefur verið erfiður fyrir Hörpu sem hefur barist við krabbamein.

Harpa er fædd árið 1999 en fyrir átta mánuðum byrjaði hún í lyfjameðferð vegna krabbameins, sex mánuðir eru síðan hún kláraði þá meðferð.

„Ég greindist með eitilfrumukrabbamein, ég fékk stórt kýli í hálsinn og fann fyrir þreytu. Ég var að deyja í hálsinum og svaf lítið sem ekkert á næturnar. Mér fannst þetta frekar skrýtið og fór á heilsugæsluna, ég fór svo á milli lækna. Á endanum var tekið sýni úr mér. Ég greinist 15. september með krabbamein og fór í fyrstu lyfjameðferðina skömmu síðar.“

Lyfjameðferð er mikið inngrip og reynist flestum afar erfitt. „Þetta var mjög erfitt, þegar þetta var erfitt þá var þetta gríðarlega erfitt. Það komu samt góðar stundir inn á milli og ég náði að fara oftast í vinnuna. Ég gat lítið hreyft mig,“ segir þessi öfluga unga stúlka.

Tvítug stúlka í blóma lífsins átti ekki von á þeim tíðindum að hún væri með krabbamein. „Þetta er ekki alveg það sem maður er að búa sig undir á þessum aldri. Ég var að byrja í háskólanum og þetta var ekki það sem ég átti von á. Allt lífið gjörbreyttist þegar þetta verkefni kom upp.“

Harpa Karen fékk svo gleðitíðindi í janúar. „Ég fór í jáeindaskanna í janúar og þar kom í ljós að ég væri laus við allt. Það voru gleðitíðindi og núna fer ég á þriggja mánaða fresti í skoðun.“

Áður en Harpa greindist með krabbamein hafði hún verið með höfuðverk í tæp þrjú ár, það hafði áhrif á hana sem knattspyrnukonu. „Þessi höfuðverkur byrjaði fyrir þremur árum, ég gat lítið spilað fótbolta vegna þess. Ég hef ekki fundið fyrir honum eftir lyfjameðferðina, það er eins og hann hafi farið með krabbameininu.“

,,Ég gæti ekki verið spenntari fyrir sumrinu,“ sagði Harpa spennt fyrir komandi sumri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“

Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni