fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Gæðastund að bruna Reykjanesbrautina: „Við klárum þetta í bílnum“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. maí 2020 13:10

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefur verið mjög gaman, var farið að rúlla vel áður en þetta skall allt á. VIð vorum komnir í fín mál, ég var mjög sáttur með mannskapnum,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson sem er á leið inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari Grindavíkur.

Grindavík er líklegt til árangurs í Lengjudeild karla en tilkynnt var í dag að Lengjan verði styrktaraðili deildarinnar.

Félögin hafa hafið æfingar á fullum krafti eftir kórónuveiruna. ,,Samkvæmt öllum prófum koma menn fínt út eins og maður vonaðist eftir, það var enginn að draga lappirnar í því. Maður er ánægður með það, það er allt annað að hlaupa eitthvað en að vera í fótbolta. Við getum bætt mikið frá leik við ÍR í vikunni, vikurnar fram að móti verða nýttar í að bæta okkur.“

,,Það var eitt tilfelli sem gerðist í hlaupadótinu, það hefur enginn fengið neitt eftir að við byrjuðum að æfa. Sá fékk aðeins í kálfann, þeir hertu aðeins malbikið í Keflavík, við höfum sloppið vel. Maður veit ekki þegar þetta fer alveg á fullt.“

Búast má við sterkri Lengjudeild í sumar en hvaða lið berjast við það að fara upp úr deildinni? „Ég sá Keflavík spila fyrir tveimur dögum, þeir litu hrikalega vel út. Ég á von á því að þetta verði ÍBV, Keflavík, Þór mjög sterkir. Við erum þarna og ég á von á Leikni og Fram, þetta verður allt mjög erfitt. Stöðuleiki og ég á von á ÍBV og Keflavík í toppbaráttu,“ sagði Sigurbjörn.

„Við ætlum að gera atlögu að því að fara upp, þetta er jöfn deild. Menn verða að vera hungraðir í þetta, hver einasti íslenski knattspyrnumaður hlýtur að vera hungraður eftir þessar vikur.“

Sigurbjörn býr í Kópavogi og segir keyrsluna til Grindavíkur gæðastund. „70 prósent fer í að hlusta á Ólaf Brynjólfsson (Aðstoðarmann sinn), þetta er minnsta málið í heimi. Þetta er gæðastund, við förum yfir málin. Ég tala aldrei við hann í símann, við klárum þetta í bílnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni