Nýr varabúningur Arsenal hefur lekið á netið og vekur mikla athygli, hann er hvítur með rauðum slettum á.
Netverjar tala um blóðslettur en búningurinn á að vera til taks á næstu leiktíð.
Fjöldi búninga leka nú á netið áður en þeir eru frumsýndir, þannig lenti íslenska landsliðið í því í vikunni.
Arsenal leikur í treyjum frá Adidas en þýski risinn virðist fara nýja leið með þessa treyju.