David Luiz virðist eiga litla framtíð hjá Arsenal en samningur hans er að öllu óbreyttu á enda í sumar.
Luiz kom til Arsenal síðasta sumar frá Chelsea og var talið að hann myndi koma til félagsins á tveggja ára samningi.
Sky Sports segir hins vegar að samningur Luiz hafi verið til eins árs en að Arsenal geti framlengt hann um eitt ár.
Luiz þénar 125 þúsund pund á viku og tímum kórónuveirunnar gætu það verið of há laun fyrir Arsenal að halda áfram að borga.
Arsenal er sagt þurfa að taka til í rekstri sínum og að félagið geti aðeins fengið leikmenn frítt eða á láni í sumar.