fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Bieber-hjónin í hart við lýtalækni

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 27. maí 2020 11:47

Justin og Hailey eru ástfangin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Justin Bieber og Hailey Bieber hóta að lögsækja lýtalækninn Dr. Daniel Barrett í Beverly Hills, fyrir fullyrðingar á samfélagsmiðlinum TikTok um að ofurfyrirsætan Hailey, hafi gengist undir lýtaaðgerðir. Þessu greinir vefmiðillinn E!News frá í gær.

Lögfræðingar Bieber hjónanna saka lýtalækninn um að nota nafn Hailey og myndir af henni til þess að auglýsa lýtalæknastofuna og breiða út falskan orðróm um að Hailey Bieber hafi gengist undir lýtaaðgerðir. Einnig er hann sakaður um að hafa notað höfundarréttavarið textabrot úr lagi Justins, „Sorry“ í TikTok myndbandinu.

Í myndbandinu sýnir Dr. Barrett tvær myndir sem teknar voru af Hailey með nokkurra ára millibili og segir: „Takið eftir nefinu. Hvað finnst ykkur? Ég skal segja ykkur hvað mér finnst. Ég held að þetta sé líkamlega ómögulegt nema án smá hjálpar frá einhverjum eins og mér, að fara frá þessari mynd til þeirrar næstu.“ Einnig telur hann að Hailey hafi gengist undir húðstrekkingaraðgerð, kjálkamótun, hökuaðgerð og fengið fyllingar í kinnar og varir.

@barrettplasticsurgeryIs it too late now to say sorry…👀##greenscreen ##plasticsurgeon ##inyourface ##beautyhacks ##fyp ##secrets ##haileybieber ##foryou ##spillthetea♬ original sound – barrettplasticsurgery

Eins og er, stendur Dr. Barret staðfastur við orð sín á TikTok. Hann segir í tilkynningu til E! News að tilgangur TikTok reiknings síns sé að auka gegnsæi varðandi lýtaaðgerðir og fræða fólk um málefnið. „Tilgangur myndbandsins er ekki að lítilsvirða Hailey Bieber á nokkurn hátt, heldur sá að deila mati mínu á því hvaða aðgerðir Hailey hefur gengist undir á grundvelli myndanna tveggja. Þetta geri ég vegna þess að fylgjendur mínir hafa beðið um mitt álit.“

Í síðustu viku andmælti Hailey, 23ja ára, myndum sem birtar voru á Instagram og áttu að bera vitni um breytingar á henni í gegnum árin. Hún biður fólk um að hætta að nota myndir af henni þar sem hún er förðuð af förðunarfræðingi.
„Myndin til hægri sýnir ekki hvernig ég lít út í dag… Ég hef aldrei snert á mér andlitið og ef þið ætlið að sitja þarna og dæma mig út frá því hvernig ég leit út þrettán ára og 23ja ára, notið að minnsta kosti myndir sem er ekki búið að vinna svona sjúklega mikið.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Silva aftur heim

Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.