fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Lagt til að þessum ósið verði hætt nú þegar allt er leyfilegt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. maí 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur gefið út leiðbeiningar fyrir æfingar meistaraflokka vegna sóttvarnaraðgerða heilbrigðisyfirvalda og almannavarna. Leiðbeiningarnar eru byggðar á tilmælum þessara aðila.

Leiðbeiningar fyrir framkvæmd leikja verða gefnar út á næstu dögum. Félög sem hyggjast leika æfingaleiki áður en leiðbeiningar um framkvæmd leikja eru gefnar út eru hvött til að gæta fyllstu varúðar og leita upplýsinga ef spurningar vakna.

Almenn markmið
Markmið leiðbeininganna er að lágmarka áhættuna á að leikmenn, starfsmenn liða, starfsmenn félaga og aðrir þátttakendur leiksins smitist af COVID-19, og gilda þar til annað verður ákveðið.

Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu vikurnar. Þessar almennu aðgerðir eru jafn mikilvægar í kringum æfingar knattspyrnuliða og annars staðar í samfélaginu.

Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“. Rekstraraðilar íþróttamannvirkja eru beðnir að skrá hjá sér hversu mörgum gestum þeir geta tekið á móti og skoða sérstaklega flöskuhálsa svo sem fataskiptiklefa. Þar er nálægðin mest.

KSÍ hvetur alla sem koma að æfingum meistaraflokka til að temja sér þessar aðgerðir sérstaklega.

Handþvottur og sótthreinsun.
Regluleg sótthreinsun snertifleta.
Fækka snertiflötum eins og hægt er (t.d. hafa hurðir opnar, öll ljós kveikt o.s.frv.).
Nota rakningarapp almannavarna.
Þau sem finna fyrir minnstu einkennum veikinda ættu að halda sig heima.
Framkvæmd æfinga
Líkt og nefnt er hér á undan eru almennar sóttvarnaraðgerðir besta vopnið gegn COVID 19. Forráðamenn félaga, þjálfara og aðrir starfsmenn liða eru ábyrgir fyrir því að reglum sé fylgt.

Auk þeirra almennu aðgerða sem nefndar eru hér á undan er mælt með eftirfarandi aðgerðum:

Allir einstaklingar eru hvattir til að viðhafa tveggja metra nándarmörk í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa.
Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem leikmenn og starfsmenn liða koma.
Sótthreinsun á öllum æfingabúnaði fyrir og eftir notkun.
Leikmenn, starfsmenn liða og aðrir láti af þeim ósið að hrækja á leikflötinn og markmenn ættu ekki að hrækja í hanskana sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“