fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Lögreglan telur sig vita hvar Anne-Elisabeth var myrt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 05:30

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan telur mjög líklegt að Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló þann 31. október 2018, hafi verið myrt á heimilinu og lík hennar hafi síðan verið flutt á brott. Lögreglan telur einnig líklegt að hún hafi verið kyrkt.

Þetta er ein af þeim kenningum sem lögreglan vinnur einna mest með þessar vikurnar að því er segir í umfjölunn VG. Blaðið segir að mikilvægar vísbendingar hafi fundist á heimilinu og bendi þær til að Anne-Elisabeth hafi ekki verið rænt, heldur hafi hún verið myrt þennan örlagaríka morgun.

Sérfræðingar lögreglunnar eru sagðir hafa fundið ummerki í húsinu sem sýna að einhver hafi verið dregin eftir gólfum þar. Það styrkir þennan grun að eitt og annað sem tengist klæðnaði hennar hefur að sögn fundist auk lífsýna. Allt þetta hefur styrkt lögregluna í þeirri trú að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu.

Undirréttur í Nedre Romerike hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að margvísleg gögn bendi til að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu.

Málið var í upphafi rannsakað sem mannrán því lausnargjaldskrafa var sett fram. Þegar leið á rannsóknina fór grunur lögreglunnar að beinast að eiginmanni Anne-Elisabeth, Tom Hagen, og nýlega var hann handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var látinn laus nokkrum dögum síðar eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. Hann neitar að hafa komið nálægt hvarfi og væntanlega morðinu á eiginkonunni en lögreglan er enn þeirrar skoðunar að hann tengist málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás