fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Eftirtöldum vegum lokað vegna veðurs og ófærðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið færist sífellt í aukana og hefur Vegagerðin lokað eftirtöldum vegum vegna ófærðrar og illviðris:

Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, um Hellisheiði Kjalarnes og Hafnarfjall. Einnig hefur Þingvallavegi um Mosfellsheiði verið lokað.

Ennfremur hefur öllu innanlandsflugi verið aflýst í dag.

Eftirfarandi upplýsingar um veðurfar komu frá Vegagerðinni fyrr í dag:

Hríð og slæmt skyggni verður á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði á milli kl. 15 og 18 í dag, en síðan hlánar. Hvessir af SA upp úr hádegi suðvestanlands með hviðum allt að 35 m/s um kl. 15. Frá kl. 17-22 verða hviðurnar allt að 35-50 m/s. Staðir sem einkum um ræðir eru: Utanvert Kjalarnes og Hvalfjörður, undir Hafnarfjalli, á norðanverðu Snæfellsnesi, – og undir Eyjafjöllum og við Markarfljót.

Á Reykjanesbraut verður líka mjög hvasst með slagveðursrigningu. Veðurhæð 25 m/s á milli kl. 18 og 21 og vindhviður 35-40 m/s.

Versnar undir kvöld á Holtavörðuheiði og eftir kl. 20 verður veður í hámarki á Vestfjörðum og þar einnig ofanhríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Í gær

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins