fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ólgusjór í Garðabæ og Sigurður lætur af störfum: „Allt þetta mál hefur skaðað okkur gríðarlega“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólgan í Garðabæ heldur áfram en Sigurður Bjarnason hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður aðalstjórnar. Vísir.is segir frá.

Vísir.is sagði frá því á dögunum að varaformaður Stjörnunnar og fleiri stjórnarmeðlimir hafi hætt vegna átaka við Sigurð Bjarnason, formann félagsins. Allt voru það konur sem létu af störfum.

„Síðan segja þessar konur að þetta gengur ekki og að við séum ekki að fara vinna þetta svona, að svona hroki og yfirgangur er ekki í boði og þetta þarf að vera betra. Þá byrjar bara typpa félagið að segja „þið þurfið að fara út úr félaginu“. Þetta er bara það sem snýr að mér. Þetta er ekki það sem Stjarnan á að standa fyrir og fyrir mér er félagið búið að tapa gildum sínum,“ sagði Máni Pétursson, Stjörnumaður og útvarpsmaður um málið á dögunum.

Ljóst er að átökin hafa verið mikil og Sigurður ætlar að ganga frá borði. „Það er ekki nóg með að allt þetta mál hefur skaðað okkur gríðarlega, hvað varðar ímyndina út á við, og það að einhver nafnlaus aðili tjái sig og gefi upplýsingar um innanbúðarmál hjá Stjörnunni sem skaða félagið… það er einhver aðili sem er ekki að vinna af heilindum fyrir félagið. Ég er grjótharður Stjörnumaður, alinn upp hérna í félaginu, og geri ekkert nema það sem er til hagsbóta fyrir félagið og fyrir allar deildir. Sum mál þarf bara að leiða til lykta og þau eru leidd til lykta á ákveðinn hátt, út frá ákveðnum hagsmunum, og þannig störfum við hérna hjá Stjörnunni. Ég hef ekki verið að skella neinum hurðum,“ sagði Sigurður við Vísir.is.

Fjöldi fyrrum leikmanna Stjörnunnar í kvennaknattspyrnu hafa látið óánægju sína í ljós. Aðeins einn leikmaður úr Íslandsmeistaraliði frá 2016 er hjá félaginu.. „Það eitt ætti að vekja upp spurningar og efasemdir um stjórnarhætti og þau gildi sem félagið hefur tileinkað sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu