fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Guðni fundaði með Bjarna Ben: Sambandið tekur á sig gríðarlegan kostnað

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. maí 2020 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ fór á fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að ræða stöðu fótboltans vegna kórónuveirunnar.

Á fundi stjórnar KSÍ 7. maí síðastliðinn kynnti Guðni Bergsson formaður KSÍ samantekt Deloitte á stöðu knattspyrnudeilda í efstu tveimur deildum karla. Samantektin verður kynnt fulltrúum viðkomandi félaga, en miðað við hana er staðfest er að tap félaganna vegna Covid 19 er mikið.

Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og eftirlitsnefndar fór yfir mögulegar aðgerðir til að styðja við aðildafélög og fór yfir ólíkar sviðsmyndir, eigið fé sambandsins og heildaráhrif á fjárstreymi. Stjórnin var sammála um að styðja við aðildarfélög sambandsins en fara þarf betur yfir samantekt Deiloitte og vinna að nánari útfærslu.

Á fundinum kynnti Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ þrjár sviðsmyndir á endurskoðaðri fjárhagsáætlun sambandsins miðað við ólíka möguleika á landsleikjum ársins og samkvæmt svartsýnustu spám getur tap sambandsins orðið verulegt. Í öllum sviðsmyndum er gert ráð fyrir að KSÍ taki yfir hlut félaganna í ferðaþátttökugjaldi 2020 svo og að ekki verði innheimt skráningargjöld í mótin 2020. Þetta gera um 20 milljónir króna í tapaðar tekjur og aukin gjöld. Áfram er gert ráð fyrir nýskráningargjaldi í mót sambandsins árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn