fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Telja hugsanlegt að Svíar nái hjarðónæmi gegn COVID-19 í júní

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt reiknilíkan sýnir að hægt sé að ná hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, þegar 40 prósent fólks hafa smitast. Þetta þýðir að í Stokkhólmi hætti smit að eiga sér stað um miðjan júní.

Þetta hefur Svenska Dagbladet eftir Tom Britton prófessor við Stokkhólmsháskóla.

Rúmlega 3.200 hafa nú látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð. Rúmlega 26.000 hafa greinst með veiruna.

Á heimasíðu sænska Landlæknisembættisins kemur fram að dregið hafi úr smiti á sumum svæðum, þar sem þau voru tíðust áður, en um leið hafi þeim fjölgða á öðrum. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Anders Tegnell, farsóttarlækni, að þróunin sé að hægt og bítandi dragi úr útbreiðslu veirunnar. Þetta sé einna sýnilegast í að færri liggi nú á gjörgæslu en áður.

Samkvæmt útreikningum Tom Britton, sem er prófessor í stærðfræði, þá hefur mesta útbreiðsla veirunnar verið í Stokkhólmi og þar gæti hjarðónæmi náðst eftir um einn mánuð.

Fyrri útreikningar hafa sýnt að hjarðónæmi náist þegar um 60 prósent fólks hefur smitast eða verið bólusett. Nýir útreikningar sýna að svo margir þurfa ekki að smitast eða fá bólusetningu til að hjarðónæmi myndist.

Britton gerði nýju útreikningana í samstarfi við Pieter Trapman, hjá stærðfræðistofnun Stokkhólmsháskóla, og Frank Ball hjá Háskólanum í Nottingham.

Svenska Dagbladet hefur eftir honum að þeir hafi notað einfalt reiknimódel þar sem gengið var út frá að hver smitaður einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 einstaklinga. Út frá þessu hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hjarðónæmi náist við 40 til 45 prósent í stað 60 prósenta. Hann benti á að tíðni smita geti síðan verið breytileg á milli svæða og jafnvel milli mismunandi borgarhluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu