fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Óttast að 30 þúsund stuðningsmenn Liverpool hópist saman

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. maí 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur eru á að enska úrvalsdeildin fari af stað í júní, verið er að teikna upp plön til að setja deildina aftur af stað. Stuðningsmenn Liverpool eru hvað spenntastir.

Deildin var sett í pásu vegna kórónuveirunnar en ástandið á Englandi hefur verið afar slæmt.

Þó að ljóst sé að þeir geti ekki fagnað með liðinu þegar það vinnur ensku úrvalsdeildina, í fyrsta sinn í 30 ár.

En sú staðreynd að Liverpool sé að verða meistari er eitt af því sem yfirvöld og deildin hafa áhyggjur af. Óttast er að stuðningsmenn Liverpool muni hópast saman úti á götum Bítlaborgarinnar til að fagna.

Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool óttast að 30 þúsund stuðningsmenn Liverpool mæti og fagni fyrir utan Anfield. „Þrátt fyrir að við séu meðvituð um veiruna núna, þá getur þetta gerst. Þetta vandamál er mögulega leyst með því að spila á hlutlausum velli,“ sagði McAteer.

,,Ef leikirnir fara fram á Anfield og liðið vinnu deildina þar, þá mun fólk hópast saman. Lögreglan ætti ekki séns í að koma í veg fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með