fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Máni um málið sem enginn vill ræða: „Þetta er spurning sem Garðbæingar þurfa að svara“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. maí 2020 09:25

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máni Pétursson, einn harðasti stuðningsmaður Stjörnunnar segir ástandið í félaginu afar slæmt. Vísir.is sagði frá því á dögunum að varaformaður Stjörnunnar og fleiri stjórnarmeðlimir hafi hætt vegna átaka við Sigurð Bjarnason, formann félagsins.

Lítið hefur heyrst um málið síðan en Máni segir stöðuna afar slæma. „Vandamál Stjörnunnar er að félagið er í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli. Það er hver höndin upp á móti hvor annarri. Það er hver deildin á móti annarri. Þetta er ekki gott. Ástandið er mjög slæmt þara og það þorir enginn að tala um þetta þarna. Þetta virðist vera tabú,“ sagði Máni á Stöð2 Sport í gær.

Þeir aðilar sem hættu í stjórn Stjörnunnar voru allt konur og Máni tók það sem dæmi.

„Ég get tekið dæmi sem snýr mér næst. Ég held að það sé ekkert öðruvísi með Stjörnuna eða önnur félagslið eða sambönd á þessu landi að menn eru alltaf svo peppaðir að við þurfa að sýna sterkar konur og þær þurfa að segja sína skoðun og allt þetta. Það er gott og vel og þú segir þetta út á við.“

„Síðan segja þessar konur að þetta gengur ekki og að við séum ekki að fara vinna þetta svona, að svona hroki og yfirgangur er ekki í boði og þetta þarf að vera betra. Þá byrjar bara typpa félagið að segja „þið þurfið að fara út úr félaginu“. Þetta er bara það sem snýr að mér. Þetta er ekki það sem Stjarnan á að standa fyrir og fyrir mér er félagið búið að tapa gildum sínum.“

Hann segir engan í Garðabæ vilja ræða málið en ljóst sé að félagið þurfti að taka samtalið.

„Vandamálið er í efstu hæðum í Stjörnunni. Það er óánægja og það er enginn til í að tala um það. Ég er ekki að segja að þessir menn beri ekki hag Stjörnunnar fyrir brjósti en það þarf að leysa ágreiningsmál með að tala um það. Menn þurfa líka að spyrja sig: Hver eru gildin okkar? Fyrir hvað ætlar þetta félag að standa? Þetta er spurning sem Garðbæingar þurfa að svara.“

Ummæli Mána má sjá í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota