fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Mikil áskorun fyrir Birki að koma mótinu saman: „Málamiðlunin hafi verið þrjár vikur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 14:42

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi Max-deild karla hefst laugardaginn 13 júní með leik Vals og KR á Hlíðarenda. Umferðin heldur svo áfram á sunnudag og mánudag. Þetta var staðfest nú rétt í þessu Pepsi Max-deild kvenna fer af stað degi fyrr en ákall um að mótið hefjist fyrr er ekki vilji félaganna.

Birkir Sveinsson, mótastjóri hefur haft mikið að gera síðustu vikur til að setja saman öl mót.

,,Mesta áskorunin í þessu var að gera líf félaganna sem þurfa að ferðast á milli landshluta eins bærilegt og hægt er. Það var stærsta áskorunin, við erum að tala um neðri deildirnar. 1. deildin er erfiðust,“ sagði Birkir þegar blaðamaður ræddi við hann.

Félög á Íslandi geta æft þessa dagana með miklum takmörkunum, en geta hafið æfingar að fullum krafti 25 maí. Félögin fá þá tæpar þrjár vikur til undirbúnings.

„Við leituðum ráða hjá félögunum, hvenær þau væru klár í að byrja eftir að þau gætu hafið æfingar. Það var misjafnt en málamiðlunin hafi verið þrjár vikur. Það var ekki hægt í öllum deildum, 1 og 2 deild karla byrjar í bikarnum fyrstu helgina í júní.“

,,Ég myndi halda það að þetta væri lágmarkið, koma mönnum í stand að þeir þoli það sem á eftir kemur.“

Eins og mótið er teiknað upp í dag klárast það seint í október, líkur eru á að það klárist fyrr. Evrópuleikir og landsleikir sem fram eiga að fara í sumar og haust, verða líklega færðir til.

„Við undirbjuggum okkur það þannig að við röðuðum bara fram að Verslunarmannahelgi, þannig getum við brugðist við og mögulega klárað fyrr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf