Loris Karius hefur rifti samningi sínum við Besiktas í Tyrklandi og snýr aftur til Liverpol í ensku úrvalsdeildinni.
Karius var á láni hjá Besiktas og átti að vera fram á sumar en hann hafði ekki fengið laun sín í fjóra mánuði.
Þýski markvörðurinn var að klára annað árið sitt hjá Besiktas en óvissa er með framtíð hans, líklega á hann sér enga framtíð hjá Liverpool.
Liverpool losaði sig við Karius eftir hræðileg mistök í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2018. Síðan þá hefur Liverpool orðið að besta liði Evrópu.
Karius hefur leitað til FIFA vegna málsins en hann reyndi að ná samkomulagi við Besiktas án árangurs.