Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu er að ganga frá kaupum á Newcastle. Þetta fullyrða ensk blöð.
Mike Ashley hefur lengi viljað selja Newcastle og segja ensk blöð að hann sé klár í að losa sig við félagið fyrir 300 milljónir punda.
Samningur vegna þess er á lokastigi en Bin Salman er sterk efnaður og gæti breytt Newcastle í stórveldi.
Mundo Deportivo segir að fyrstu stóru kaup Newcastle gætu verið Philippe Coutinho frá Barcelona.
Barcelona vill selja Coutinho á 75 milljónir punda í sumar, það væri sterk yfirlýsing frá Newcastle að sækja hann.
Newcastle gæti boðið Coutinho alvöru laun sem gætu heillað þennan 27 ára miðjumann sem hefur upplifað erfið ár. Hann yfirgaf Liverpool í janúar 2018 og hefur ekki fundið sig.