ALexis Sanchez, framherji Manchester United hefur keypt sér íbúið nálægt Miami. Fyrir hana greiðir hann 365 milljónir íslenskra króna.
Íbúðin er á Sunny Isles Beach sem er í 30 mínútna akstri frá Miami. Sanchez er sagður hafa áhuga á því að spila fyrir Inter Miami.
Inter Miami er nýtt lið í MLS deildinni en David Beckham er eigandi félagsins, hann vill fá stjörnu til félagsins og Sanchez gæti verið sá maður.
Íbúðin sem Sanchez verslaði er af flottustu gerð, hún er staðsett í fjölbýlishúsi sem var verið að byggja. Íbúðin er staðsett við sjó og í húsinu er allur þá lúxus sem fólk vill hafa.
Sanchez er í rúman mánuð að vinna fyrir þessari íbúð en hann er á láni hjá Inter Milan í dag.