Gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði í lok marsmánaðar hefur verið framlengt til 20. maí næstkomandi að kröfu Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Úrskurðurinn hefur hefur verið kærður til Landsráttar.
Rannsókn málsins hefur miðað vel en beðið er eftir gögnum meðal annars erlendis frá er varða rannsóknina, segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.