Fjórir karlmenn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á tveimur, mjög alvarlegum líkamsárásum sem áttu sér stað í gær. Málin tengjast ekki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Fyrri árásin átti sér stað í Breiðholti um miðjan dag í gær og var einn handtekinn. Þolandi árásarinnar var fluttur í kjölfarið á slysadeild.
Seinni árásin átti sér stað í Kópavogi í kringum miðnætti og voru þrír handteknir og þolandi fluttur á slysadeild.
Líða þolenda í báðum málum er eftir atvinum og ákvörðun um hvort gæsluvarðhalds verði krafist yfir þeim handteknu liggur ekki fyrir.