fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Stefán lýsir yfir sakleysi – Ákærður fyrir morð í Flórída

Ágúst Borgþór Sverrisson, Auður Ösp
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 22:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt dómskjölum í máli Stefáns Pillip Gíslasonar, sem grunaður er um morð í Pensacola í Flórída, lýsir hann sig saklausan af því að hafa orðið Dillon Shanks að bana aðfaranótt síðastliðins mánudags.

Stefán er fæddur á Íslandi árið 1991 en flutti aðeins hálfs mánaðar gamall til Bandaríkjanna. Hann hefur búið alla ævi í Pensacola í Florída en þar búa faðir hans og móðir einnig en þau eru 55 og 50 ára.

Margir ættingjar Stefáns búa á Íslandi en einnig býr hluti þeirra í London.

Dillon Shanks og Stefán munu hafa verið kunningjar en sá fyrrnefndi er 32 ára gamall.

Fyrirtaka í máli Stefáns verður þann 14. maí. Ráða má af gögnum að hann muni sitja í gæsluvarðhaldi þangað til og ekki verði greidd fyrir hann lausnartrygging.

Stefán á nokkurn sakaferil að baki. Hann var handtekinn vegna líkamsárásar í nóvember árið 2018. Þá hefur hann verið ákærður fyrir ölvunarakstur, vopnaburð og fyrir að flýja af vettvangi umferðaróhapps. Í byrjun október í fyrra var Stefán handtekinn vegna skilorðsrofs.

Eftir lát Dillon Shanks á aðfaranótt mánudags hringdi Stefán fyrst í lögreglu og greindi henni frá atvikinu. Síðan hringdi hann í föður sinn og sagði honum frá því sem hafði gerst.

Banamein Dillon Shanks var byssuskot í hálsinn, að því er kemur fram í frétt ABC News.

Samkvæmt frétt Pensacola News Journal var Dillon Shanks í nokkurra daga heimsókn í Pensacola. Lögreglu var ekki kunnugt um heimilisfang hans er sú frétt var skrifuð. Samkvæmt sömu frétt sagði Stefán er hann hringdi í lögregluna að Dillon Shanks hefði fyrirfarið sér. Tvö vitni veittu lögreglu hins vegar upplýsingar sem leiddu til þess að hún mat stöðuna svo að dauði Dillon Shanks hefði ekki verið sjálfsvíg. Stefán var síðan handtekinn síðdegis á mánudag.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“
Fréttir
Í gær

Beina til eigenda að gæta að gæludýrunum í góða veðrinu

Beina til eigenda að gæta að gæludýrunum í góða veðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Byggði kastala til að vinna hjarta Ástu – „Það þurfti eitthvað alveg extra til að loka þessum ástarsamningi“

Byggði kastala til að vinna hjarta Ástu – „Það þurfti eitthvað alveg extra til að loka þessum ástarsamningi“