fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Erla Hlynsdóttir ráðin fréttastjóri DV

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Hlynsdóttir hefur verið ráðin tímabundið fréttastjóri DV. „Það er stórkostlegur liðsfengur í Erlu og mun hún án efa styrkja enn frekar okkar góða teymi. Erla er harðdugleg og heiðarleg og hefur alla þá kosti er sæma góðum fréttastjóra,“ segir Þorbjörg Marinósdóttir sem fyrir skemmstu var ráðin ritstjóri DV og DV.is.

Erla hefur langan og fjölbreyttan feril að baki sem blaðamaður, meðal annars á DV, Stöð 2 og Fréttatímanum. Hún hefur þrisvar kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna dóma sem féllu yfir henni í Hæstarétti í tengslum við störf hennar. Dómur hefur fallið Erlu í vil í öllum málunum. Erla hefur gegnt ýmsum öðrum störfum og var meðal annars um skeið framkvæmdastjóri Pírata.

DV gengst nú undir breytingar eftir að fjölmiðillinn varð hluti af fjölmiðlasamsteypunni Torg. Er unnið að því að laga ritstjórnarstefnu miðilsins að ritstjórnarstefnu Torgs. Ráðning Erlu er liður í því en ekki síður standa vonir til að innkoma hennar verði til að efla enn frekar stöðu dv.is sem er einn fjölsóttasti vefur landsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“