fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Vonbrigði ferðaþjónustunnar með aðgerðapakkann – „Eins og nammibarinn í Hagkaup“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 21:19

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil vonbrigði með aðgerðapakka II frá ríkisstjórninni vegna kórónuveirukreppunnar má greina í umræðum ferðaþjónustuaðila á samfélagsmiðlum í kvöld. Aðgerðirnar þykja afar smávægilegar, að minnsta kosti hvað ferðaþjónustuna varðar.

Meðal þeirra sem tjá sig er Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland. Hann bendir á að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir algjöru tekjuhruni vegna veirunnar. Hann segir að frysta þurfi lánagreiðslur til að ferðaþjónustufyrirtækin verði ennþá lifandi þegar ferðamenn komi hingað til landsins aftur. Þórir er ósáttur við báða aðgerðapakkana sem ríkisstjórnin hefur kynnt til þessa:

„Þessi aðgerðapakki veldur mér vonbrigðum. Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum. Þessir tveir aðgerðapakkar ríkisstjórnarinnar gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. Þeir taka ekki á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan farsóttin gengur yfir. Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim