fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Áhafnir fiskibáta brugðust skjótt við þegar leki kom að bát á Skagafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá bátsmanni tíu metra langs fiskibáts á Skagafirði á fimmta tímanum í dag. Einn var um borð og var talsverður leki kominn að bátnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var á æfingu hélt strax áleiðis á staðinn auk þess sem sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru ræstar út.

Þá hafði Landhelgisgæslan samband við áhafnir fiskiskipa og báta í grenndinni, sem og báta sem voru  löndun á Sauðárkróki, og óskaði eftir því að þær héldu á staðinn. Áhafnir fiskibátanna brugðust skjótt við og rúmum tuttugu mínútum eftir neyðarkallið voru þær búnar að koma fiskibátnum í tog og halda nú á Sauðárkrók. Þegar þangað verður komið mun slökkvilið staðarins dæla upp úr bátnum.

Í tilkynningu þakkar Landhelgisgæslan áhöfnum fiskibátanna og öllum þeim sem komu að málinu fyrir skjót viðbrögð.

Meðfylgjandi myndir eru út stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Í gær

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól
Fréttir
Í gær

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“