fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Áhafnir fiskibáta brugðust skjótt við þegar leki kom að bát á Skagafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá bátsmanni tíu metra langs fiskibáts á Skagafirði á fimmta tímanum í dag. Einn var um borð og var talsverður leki kominn að bátnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var á æfingu hélt strax áleiðis á staðinn auk þess sem sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru ræstar út.

Þá hafði Landhelgisgæslan samband við áhafnir fiskiskipa og báta í grenndinni, sem og báta sem voru  löndun á Sauðárkróki, og óskaði eftir því að þær héldu á staðinn. Áhafnir fiskibátanna brugðust skjótt við og rúmum tuttugu mínútum eftir neyðarkallið voru þær búnar að koma fiskibátnum í tog og halda nú á Sauðárkrók. Þegar þangað verður komið mun slökkvilið staðarins dæla upp úr bátnum.

Í tilkynningu þakkar Landhelgisgæslan áhöfnum fiskibátanna og öllum þeim sem komu að málinu fyrir skjót viðbrögð.

Meðfylgjandi myndir eru út stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim