Aðalmeðferð í máli konu sem sökuð er um ofbeldi gegn lögreglumönnum verður við Héraðsdóm Reykjaness þann 15. maí næstkomandi.
Konan, sem er að nálgast fimmtugt, er sökuð um að hafa hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti og bitið lögreglumann við skyldustörf í handlegginn.
Atvikið á að hafa átt sér stað þann 29. júní í fyrra, í lögreglubíl á leið frá Vesturhólum að lögreglustöðinni við Hverfisgötu, og á lögreglustöðinni.
Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.