fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Kim Jong-un sagður svífa á milli heims og helju – Óvissa um ástandið í Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 05:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa fengið upplýsingar um að Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, svífi nú á milli lífs og dauða eftir skurðaðgerð sem hann gekkst undir. CNN skýrir frá þessu og hefur eftir bandarískum embættismanni sem þekkir beint til málsins.

Suður-kóreska fréttastofan Yonhap segir hinsvegar að leiðtoginn sé ekki alvarlega veikur og hefur þær upplýsingar frá suður-kóreska forsetaembættinu. Áður hafði suður-kóreska heimasíðan Daily NK sagt að Kim Jong-un fengi nú meðhöndlun vegna hjartavandamála. Fram kom að einræðisherrann hefði gengist undir aðgerð fyrr í mánuðinum og af þeim sökum væri ástand hans nú alvarlegt.

Í síðustu viku veltu fjölmiðlar og sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu því fyrir sér af hverju Kim Jong-un var ekki viðstaddur hátíðarhöld í tilefni af fæðingardegi afa síns, Kim Il Sung, sem stofnaði Norður-Kóreu 1948. Þá fengust engar upplýsingar um málið en nú virðast einhverjar upplýsingar hafa lekið út frá þessu harðlokaða einræðisríki.

Daily NK er heimasíða sem er rekin af fólki sem hefur flúið frá Norður-Kóreu. Á síðunni er haft eftir ónafngreindum heimildamönnum að Kim Jong-un dvelji nú á sumarleyfisstað nærri Kumgang fjalli og hafi verið síðan aðgerðin var gerð á honum þann 12. apríl. Fram kemur að heilsu hans hafi hrakað á undanförnum mánuðum vegna mikilla reykinga, ofþyngdar og mikillar vinnu. Hann er sagður hafa sést síðast á almannafæri þann 11. apríl þegar hann mætti á fund í stjórnmálanefnd Verkamannaflokksins sem að nafnin til fer með völdin í landinu.

Mörgum eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í síðustu viku. Kim Jong-un er vanur að nota eldflaugaskot til að auglýsa sig en ekki í síðustu viku og raunar skýrði ríkisfréttastofa landsins, og eina fréttastofan þar í landi, ekki einu sinni frá eldflaugaskotunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð