fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Hjalti svarar ásökunum nemenda – „Þeir sem ekki borga hafa ekki lesið námsefnið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 18. apríl 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum bárust DV nokkrar ábendingar vegna áfanga í líffræði sem er kenndur við Kvennaskólann í Reykjavík. Nemendum áfangans var sendur tölvupóstur þar sem þeim var hótað því að mætingareinkunn þeirra yrði lækkuð, nema gegn greiðslu þúsund króna vegna námsgagna.

Einn aðili sem sendi ábendingu benti á að með þessu móti væri nemendum í reynd gert að borga fyrir mætingareinkunn og vakti þetta töluverða furðu.

Í tölvupóstinum sem DV hefur undir höndum segir:

„Nú er komið að því að þurfa að borga umræddan þúsundkall fyrir kaflana tvo um þveiti og skynjun. Kaflana er að finna í Innu og aðgangurinn er opinn, en það er nú samt ætlast til að þið greiðið fyrir afnotin, höfundur efnis þarf að fá laun fyrir sína vinnu, og það er mikil vinna sem liggur í námsefnisgerð. Styðjum við gerð námsefnis á íslensku!“

Síðan er gefið upp reikningsnúmer skólans og beðið um að nemendur sendi kvittun fyrir greiðslu í tölvupóst.

„Því fyrr því betra en í síðasta lagi fyrir kennslulok í byrjun maí. Það verður litið svo á að þeir sem ekki borga hafi ekki lesið námsefnið, sem þýðir þá lækkun á einkunn fyrir ástundun.“

Þarna er því efnið opið nemendum á Innu og geta nemendur því lesið það, jafnvel þó þeir hafi ekki borgað þúsund krónurnar. Engu að síður verður talið að það hafi þeir ekki gert nema með því að greiða fyrir efnið.

Ekki er það nýmæli að nemendur þurfi að greiða fyrir námsgögn. Hins vegar hlýtur það að vera fátítt að skóli hóti því að lækka ástundunareinkunn nema gegn greiðslu.

Blaðamaður hafði samband við Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara Kvennaskólans, vegna málsins. Hann segir að ofangreint verklag sé ekki við hæfi og verði ekki framfylgt framvegis.

„Í þessu tilviki er það svo að kennd er rafbók í líffræði og hafa nemendur fengið aðgang að henni í köflum. Höfundur hennar annast sölu á  henni og hefur kennari haft milligöngu um að greiðslur berist  inn reikning hans.

Innheimta fyrir námsgögn og námsmat fara ekki saman og  því er hér um að ræða verklag sem ekki er við hæfi. Mun innheimtan framvegis fara fram í gegnum skrifstofu skólans eins og vera ber. Beðist verður velvirðingar á þessu óheppilega orðalagi.“

Samkvæmt öruggum heimildum DV var þetta ekki í fyrsta skipti sem að nemendum var sagt að ástundunareinkunn þeirra gæti lækkað skyldu þeir ekki borga fyrir námsgögn í áðurnefdum áfanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag