fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Svín étur hamstur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. apríl 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarinn birtist í DV 10.apríl 2020.

Til hamingju með kaupin, kæri lesandi. Þú heldur á brakandi fersku DV. Því fyrsta undir minni ritstjórn með breyttum áherslum í takt við breytta tíma. Nú er lífið ansi krefjandi í miðri hátíð spritts og biðar og því mikilvægt að leyfa sér smá lestur. Þá duga ekki aðeins harðar fréttir og beittar heldur þurfum við öll líka létt efni sem gleður andann og styttir okkur stundir. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikilvægt að njóta af- þreyingar sem krefst ekki of mikils af okkur þó að DV muni alltaf einnig birta krefjandi efni. Því skal einnig haldið til haga að maður er manns gaman! Því leggjum við okkur fram um að tala við gott og skemmtilegt fólk sem liggur ýmislegt á hjarta.

DV er þroskaður miðill, stofnaður árið 1910, og skal því engan undra að blaðið hafi gengið í gegnum hin ýmsu tímabil, bæði góð og slæm rétt eins og við sjálf. Sum hver okkar hafa jafnvel gengið í gegnum hræðileg tímabil eins og ég gerði sumarið sem ég gekk nánast einungis í sérsaumuðum plastflíkum, sem huldu illa þau 15 aukakíló sem ég hafði nælt mér í sem skiptinemi í Brasilíu árið áður. En flík- urnar forláta voru einmitt saumaðar af brasilískri saumakonu sem var jafnvel smekkminni en ég. En með auknum þroska og reynslu lærði ég að svart er líka litur og það er alveg hreint ágætt að klæðast fatnaði sem nær yfir hliðarspikið. Allavega svona yfir háveturinn. DV er því á leið inn í nýtt og skemmtilegt tímabil með nýjum áherslum þar sem lögð verður áhersla á virðingu fyrir viðmælandanum og aukið afþreyingarefni. Þetta er oft flókinn vegur að feta og þá sérstaklega á vefnum DV.is sem er þriðji stærsti fréttamið- ill landsins og ákaflega vinsæll. Vandað og vel unnið efni í bland við afþreyingu hljómar ekki svo flókið en lestrarhegðun fólks og áhugasvið er oft svo skondið og minnir mig á svekkelsið sem lærifaðir minn lýsti eftir að hafa nýverið hafið störf á vefmiðli eftir ára- tuga starf á prentmiðli.

„Heldurðu ekki að ég hafi eytt öllum morgninum í að vinna þessa fínu frétt, spennandi forsíðuefni sem ég set svo loksins á vefinn til þess eins að fréttin „Svín étur hamstur“ sé strax orðin mest lesin.“ Læri- meistarinn var svekktur á hversu lítinn lestur fína forsíðufréttin hans fékk, perlur fyrir svín og allt það, en þegar hann var spurður hvort hann hefði sjálfur smellt á „Svín étur hamstur“ fréttina kom hljóð í símann. Svo innilegur hlátur. „Já. Tvisvar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar