fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Sjáðu hvernig landhelgisgæslan slökkti eld á Bautanum

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 18. apríl 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindi RÚV frá því að áhöfn þyrlu landhelgisgæslunnar hefði farið í óvænt útkall eftir að hafa bjargað slösuðum vélsleðamanni. Þeir hafi farið með slasaða manninn á sjúkrahúsið á Akureyri og síðan ákveðið að fara út að borða á Bautann.

Á Bautanum var ekki allt með kyrrum kjörum, en þar kviknaði í grilli staðarins. Hringt var á slökkviliðið, en starfsmenn landhelgisgæslunnar tóku málin í sínar hendur og slökktu eldinn. Engan sakaði og ekkert tjón hlaust af eldsvoðanum.

Á myndböndum sem má sjá hér að neðan má sjá það hvernig landhelgisgæslan beitir bæði slökkvitæki og eldvarnarteppi til að slökkva eldinn.

[videopress EsBKUY0x]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar