fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Ragnar er víða

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 19. nóvember 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kunningi minn vill meina að karlar þurfi námskeið í að skilja konur því 70% prósent séu alveg týnd. Hann segir að 5 prósent karla séu óforbetranlegir drullusokkar, 5 prósent séu með‘idda og 20 prósent séu vel upp aldir, sætir strákar sem stelpur vilji vera með.

70 prósent séu hins vegar óframfærnir, komplexaðir og viti ekkert í sinn haus, kunni ekkert á „skilaboð“ og rugli öllu saman. Hann nefndi þetta í samhengi við mann vikunnar. Hinn ofur ringlaða Ragnar Önundarson.

Ég útskýrði fyrir kunningjanum að allir, bæði karlar og konur, vilji helst vera sætir. Stundum vill það svo til að fólk er bæði sætt og sexí á sama tíma. Sumir sjá eitthvað sexí út úr því sem enginn annar sér og sumir finna kynþokkanum allt til foráttu. Finnst kynþokki hvorki góður, virðingarverður né „við hæfi“.

Líkt og við flest reyndi Áslaug Arna að velja sæta mynd af sjálfri sér sem prófílmynd á Facebook. Karlinn Ragnar leit á myndina og fannst Áslaug ekki bara sæt á myndinni heldur LÍKA sexí og það fannst honum slæmt, líklega vegna þess að fæstar fallegar, ungar konur sýna körlum eins og Ragnari kynferðislegan áhuga – sem er meðal annars ástæða þess að gamlir karlar fara stundum í rosalega fýlu út í konur.

Í gegnum aldirnar hafa fúlir karlar skikkað konur í „búrkur“, smánað kynfrelsi þeirra og reynt að halda þeim niðri með margvíslegum hætti. Á 21. öldinni reynum við að sporna við þessu rugli með druslugöngum, #metoo-frásögnum og fleiru.

Ég held að Ragnar greyið, og 70 prósent kynbræðra hans mundu græða ósköp lítið á námskeiði í að „skilja konur“.

Þeim væri hollara að hugsa út í virðingu, mörk og markaleysi og vera svo bara til friðs eins og sætu strákarnir sem fengu sæmilegt uppeldi.

Vera góðir og kurteisir við allar stelpur, hvort sem þeim finnst þær sexí – eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum