fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Forsvarskonur Snyrtistofunnar Cöru ákærðar fyrir skattsvik og peningaþvætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. apríl 2020 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Snyrtistofunnar Cöru hafa verið ákærðar fyrir stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrot, sem og stórfellt peningaþvætti. Aðalmeðferð málsins verður við Héraðsdóm Reykjaness þann 17. apríl en DV hefur ákæru héraðssaksóknara undir höndum.

Konurnar eru sakaðar um að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum félagsins og hafa vantalið útskatt fyrir uppgjörsárin frá 2014 til 2017. Nemur vantalin fjárhæð rúmlega 5,8 milljónum króna.

Þá er framkvæmdastjórinn sökuð um að hafa tekið út af bankareikningi Snyrtistofunnar Cöru samtals um 15 milljónir króna í reiðufé sem hún er sögð hafa ráðstafað í eigin þágu og eftir atvikum inn á persónulegan bankareikning, en Snyrtistofan Cara er hlutafélag.

„Um er að ræða fiármuni sem eru skattskyldir skv. 1. tl. A-liðar 7. gr.laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. einnig 19. og 21.gr. laga nr.4ll995 um tekjustofna sveitarfélaga, en ákærða vanrækti að gera grein fyrir tekjunum á skattframtölum sínum gjaldárin 2015 til og með 2018 og hefur hún sætt endurákvörðun opinberra gjalda vegna þeirra með úrskurði ríkisskattstjóra fra 26.11.2019,“ segir í ákæru.

Stjórnarformaðurinn er sökuð um að hafa tekið út af reikningi hlutafélagsins hátt í 16 milljónir króna og farið með féð á sambærilegan hátt og segir um meint brot framkvæmdastjórans.

Krafa héraðssaksóknara er að konurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran var gefin út þann 19. desember í fyrra en eins og fyrr segir verður aðalmeðferð málsins þann 17. apríl næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“