fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Lögreglan fékk nafnlausa ábendingu – Hryllingur mætti henni á elliheimilinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. apríl 2020 05:28

Andover elliheimilið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn fékk lögreglan í Andover í New Jersey í Bandaríkjunum nafnlausa ábendingu um að lík væri falið við eitt stærsta elliheimili ríkisins. Lögreglan fór á vettvang og kannaði málið en fann ekkert athugavert nærri elliheimilinu. Því næst fóru lögreglumenn inn í húsið og þá mætti þeim hryllingur einn.

New York Times skýrir frá þessu. Í litlu líkhúsi, sem er gert fyrir fjögur lík að hámarki, fundu lögreglumenn 17 lík. Þetta voru lík hluta þeirra 68 sem hafa látist á Andover Subacute and Rehabilitation Center 1 og 2. Meðal hinna látnu voru tveir hjúkrunarfræðingar.

26 af þeim sem hafa látist höfðu greinst með COVID-19 veiruna. Ekki er vitað um dánarorsök hinna. New York Times segir að margir íbúar elliheimilisins og starfsmenn séu smitaðir af veirunni.

Á elliheimilinu er rými fyrir rúmlega 700 manns.

Eric C. Danielson, lögreglustjóri í Andover, sagði í samtali við New York Times að það hafi verið hræðilegt að sjá öll líkin. Forsvarsmenn elliheimilisins báðu um fleiri líkpoka um síðustu helgi til að geta geymt lík á heimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni