Níu greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring, þar af sjö á höfuðborgarsvæðinu og tveir á Veststjörum. Þriðjungur þeirra var í sóttkví.
Samtals hafa 1720 greinst með veiruna og átta hafa látist af sjúkdómnum.
Í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í framhaldi af samkomubanni, kom fram að álag á sjúkrahúsum hafi verið mjög mikið en það sé byrjað að minnka.
Hápunkti faraldursins var líklega náð fyrir um viku síðan eða í kringum 7. apríl.