Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Sir Alex Ferguson hafi svikið loforð áður en hann skrifaði undir hjá félaginu.
Berbatov gekk í raðir United frá Tottenham á lokadegi félagaskiptagluggans árið 2009 og var frábær fyrir félagið um tíma.
,,Sir Alex var með mér þegar við vorum að klára félagaskiptin sem voru að ganga í gegn svo seint,“ sagði Berbatov.
,,Hann sagði við mig: ‘Berba, ég veit að þetta er stressandi sem þú ert að ganga í gegnum en þegar við klárum lofa ég þér viku fríi svo þú getir jafnað þig.“
,,Um leið og ég skrifaði undir þá sagði hann: ‘Jæja, vertu tilbúinn, næsti leikur er gegn Liverpool.’
,,Ég hugsaði með mér hvar vikufríið væri?! Það var þó í lagi. Ég fann fyrir mikilli spennu áður en leikurinn fór fram.“