Luis Alberto, leikmaður Lazio, sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Liverpool á sínum tíma.
Alberto gekk í raðir Liverpool frá Sevilla árið 2013 en hann var ekki tilbúinn í ensku úrvalsdeildina.
Alberto samdi svo síðar við Lazio þar sem ferillinn hefur farið almennilega af stað.
,,Ég var ekki nógu þroskaður hjá Sevilla og tók á endanum skref upp á við varðandi gæði,“ sagði Alberto.
,,Ég fékk ekki spilatímann sem ég vildi hjá Liverpool og svo byrjaði ég vel hjá Malaga. Ég naut þess að spila í Deportivo áður en ég meiddist.“
,,Ég tók stórt skref upp á við hjá Lazio sem er magnað félag. Að ganga í raðir Lazio var besta ákvörðun lífsins.“