Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United segir félagið hafa nægt fjármagn til að kaupa leikmenn í sumar.
Vegna kórónuveirunnar gætu mörg félög haldið að sér höndum í sumar og sleppt því að kaupa dýra leikmenn.
Solskjær segir forráðamenn United nú vinna hörðum höndum að því að undirbúa hvaða leikmenn skal kaupa. Jadon Sancho, Jack Grealish og Jude Bellingham eru mest orðaðir við félagið.
,,Fótboltinn kemur aftur og allt verður eðlilegt,“ sagði Solskjær í viðtali við Sky Sports í gær.
,,Við viljum vera bestir í öllu, við fáum nú meiri tíma til að ræða leikmenn og okkar plön.“
,,Það veit enginn hvernig markaðurinn verður, einhver félög gætu þurft að selja leikmenn. Það gæti komið staða sem við getum nýtt okkur, við erum Manchester United. Við erum eitt stærsta félag heims og erum vel stæðir fjárhagslega.“