fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Sofandaháttur varðandi COVID-19 á dvalarheimilum – „Þetta líkist heimsendi, fjöldamorði“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 07:01

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska ríkisstjórnin leggur nú mikla áherslu á að fækka andlátum af völdum COVID-19 á dvalarheimilum aldraðra í landinu. Um allt land er myndin sú sama, mjög margir íbúar á dvalarheimilum hafa fallið í valinn fyrir veirunni. Á þriðja þúsund íbúar á dvalarheimilum hafa látist af völdum veirunnar en það er um fjórðungur allra dauðsfalla af völdum veirunnar í landinu.

Ástæðuna má rekja til lítils eftirlits og mjög takmarkaðra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar á dvalarheimilum.

Reiknað er með að enn fleiri látist á dvalarheimilunum á næstunni og að tölfræðin versni enn frekar því enn skortir á réttar tilkynningar um fjölda andláta á dvalarheimilum. Auk þess eru ekki tekin sýni úr öllum sem veikjast.

Íbúar, starfsfólk og ættingjar hafa að undanförnu reynt að vekja athygli yfirvalda á þessu og virðast yfirvöld nú vera að vakna til lífsins og átta sig á alvöru málsins.

Í bænum Mougins, sem er nærri Cannes, hafa um 30 íbúar á dvalarheimilinu La Riviera látist síðustu tvær vikur af völdum COVID-19. Bæjarstjórinn segir ástandið einna helst líkjast „heimsendi“. Hann segist ekki hafa mikla trú á heilbrigðisyfirvöldum  í bænum og heldur ekki á Korian, sem er fyrirtæki sem á og rekur hluta af dvalarheimilum landsins, þar á meðal La Riviera.

„Nú eru tæpar tvær vikur síðan ég krafðist þess að sýni væru tekin úr öllum. Dag eftir dag hefur þeim fjölgað sem verða fyrir barðinu á þessu ástandi og fleiri hafa látist, þetta líkist heimsendi, fjöldamorði.“

Sagði bæjarstjórinn, Richard Galy, í samtali við AFP.

Saksóknarar hafa nú staðfest að rannsókn sé hafin á starfsemi dvalarheimilisins í kjölfar kæru frá aðstandanda eins íbúanna um að lífi íbúanna sé stefnt í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni