fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Sænskir læknar neyðast til að velja hverjir fá að lifa og hverjir skulu deyja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 09:10

Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisstarfsfólk í Stokkhólmi stóð nánast á öndinni um helgina vegna álagsins á heilbrigðiskerfið í borginni. Óvíst var hvort það myndi ráða við hið mikla álag af völdum COVID-19 faraldursins. Nærri lá að kerfið léti undan en það hélt þó að þessu sinni en tæpt var það að sögn Heidi Stensmyren formanns sænsku læknasamtakanna og læknis á Danderyd-sjúkrahúsinu.

TV2 skýrir frá þessu.

„Við verðum að forgangsraða. Af og til verðum við að forgangsraða þeim sem fá meðferð á gjörgæslu og það er mjög, mjög erfitt.“

Sagði hún í samtali við TV2.

Versta staðan, sem læknar sjá fram á, er eins og sú staða sem hefur verið uppi á Ítalíu vikum saman þar sem læknar hafa þurft að velja hvaða sjúklingar fá að lifa og hverjir skulu deyja. Svíþjóð er að sögn ekki svo langt frá því að lenda í sömu stöðu.

„Nú þegar eru teknar erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun í gjörgæslumeðferð, fyrir hverji hún gagnist ekki og hverjum við getum ekki veitt gjörgæslumeðferð. Við höfum áhyggjur af að staðan geti orðið enn verri.“

Sagði Stensmyren.

Svíar hafa farið svolítið aðrar leiðir en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við COVID-19 hvað varðar þær reglur sem almenningi eru settar. Skólar eru enn opnir, íþróttastarfsemi fer enn fram og flestir veitingastaðir eru enn opnir. Þó hafa verið settar reglur um fjölda þeirra sem mega safnast saman hverju sinni og miðast hann við 50 manns.

Fólk hefur verið hvatt til vera ekki of nálægt öðru fólki og halda sig heima við ef það er veikt. Mikið traust er sett á að almenningur fari eftir tilmælum og sýni skynsemi og aðgæslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum