fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Leynilegur undirbúningur Finna kemur sér vel í COVID-19 faraldrinum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 05:51

Frá Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frændfólk okkar í Finnlandi nýtur nú góðs af leynilegum undirbúningi sem hefur staðið yfir áratugum saman. Þetta kemur sér gríðarlega vel í COVID-19 heimsfaraldrinum og gæti hugsanlega orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í framtíðinni.

Allt frá því að Sovétríkin réðust á Finnland í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar hafa Finnar viljað vera við öllu búnir. Af þeim sökum hafa þeir komið sér upp miklum birgðum af lyfjum, lækningabúnaði af ýmsum tagi, matvælum og hráefnum.

Samkvæmt umfjöllun New York Times eiga Finnar marga leynilegar birgðageymslur sem eru fullar af ýmsum nauðsynjum. Finnar skýra ekki frá staðsetningu birgðageymslanna né hvað er í þeim. Þetta er flokkað sem ríkisleyndarmál.

Tomi Lounema, yfirmaður finnsku neyðarbúnaðarstofnunarinnar, sagði í samtali við New York Times að það væri í eðli Finna að vera undirbúnir. Hann sagði jafnframt að fyrir tveimur vikum hafi verið byrjað að sækja lækningatæki og ýmsan búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk í birgðageymslurnar, til dæmis munnbindi. Þau séu gömul en þjóni hlutverki sínu.

Grunnurinn að þessum birgðageymslum var lagður á sjötta áratugnum þegar kalda stríðið blossaði upp. Finnar horfðu óttaslegnir í austur þar sem Sovétríkin höfðu þanist mikið út í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Aðalflutningsleiðin til og frá Finnlandi var þá og er enn um Eystrasaltið þar sem Rússar eru nú áberandi og standa sterkir að vígi.

Lounema sagði að af þessum sökum hafi Finnar viljað vera öruggir um að þeir ættu alltaf nægar birgðir ef ný vandamál kæmu upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins