fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Fyrsta hitabylgja sögunnar á Suðurskautinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. apríl 2020 17:30

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsvísindamenn hafa skráð fyrstu hitabylgju sögunnar á Suðurskautinu. Hún gekk yfir svæði þar sem rannsóknarstöð er til húsa í austurhluta álfunnar. Segja vísindamennirnir að svona hár hiti geti haft mikil áhrif á dýra- og plöntulíf á svæðinu.

Það voru vísindamenn, sem starfa á vegum áströlsku Suðurskautsáætlunarinnar, sem mældu hitann í Casey rannsóknarstöðinni sem er á norðurhluta Baileyskagans á Budd Coast frá 23. til 26. janúar en þá er sumar á þessum slóðum.

Á þessum dögum mældist hæsti hiti sögunnar í stöðinni eða 9,2 gráður. Hitastigið fór aldrei niður fyrir frostmark þessa daga og var oft yfir 7,5 gráðum.

Skýrt var frá þessu í grein um rannsókn vísindamannanna sem var birt í Global Change Biology tímaritinu á þriðjudaginn. Vísindamennirnir segja að hiti yfir frostmarki hraði bráðnun íss. Hröð hlýnun hefur átt sér stað í heimsálfunni vegna mengunar af völdum okkar manna.

Hæsti hiti sem hefur mælst í heimsálfunni er 18,3 gráður en hann mældist í norðurhluta hennar í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi