fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Arnari Björnssyni og 19 öðrum sagt upp á Sýn – „Ég hef miklu meiri samúð með mörgu öðru fólki en sjálfum mér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu manns hefur verið sagt upp á Sýn, fjölmiðlahluta Vodafone. Á meðal þeirra sem þurfa að hætta störfum er hinn landsþekkti íþróttafréttamaður Arnar Björnsson en hann hefur starfað við fjölmiðla allt frá árinu 1979 er hann gaf út blað á Húsavík. Hann hóf síðan störf á RÚV árið 1986 sem almennur fréttamaður en fór nokkrum mánuðum síðar út í íþróttafréttir og hefur starfað við þær allar götur síðan.

„Ég ætlaði alltaf aftur í almennar fréttir en sportið er þannig að það er alltaf nýr leikur á morgun,“ segir Arnar í viðtali við DV en hann var svo hress í símanum að blaðamaður hélt fyrst að ábendingin væri röng. En svo var ekki. Arnar staðfesti að honum hefði verið sagt upp en tekur tíðindum vel. Honum sé þakklæti efst í huga eftir þennan langa starfsferil.

Arnar segir að uppsögnin hafi ekki legið í loftinu og hann í sjálfu sér ekki átt von á henni. Hann tekur henni hins vegar með jafnaðargerði. „Ég hef miklu meiri samúð með mörgu öðru fólki en sjálfum mér,“ segir hann og er þegar farinn að horfa sáttur til baka á ferilinn, nokkrum augnablikum eftir að honum var sagt upp störfum.

Arnar við upphaf ferilsins, er hann gaf út blað á Húsavík árið 1979

 

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þetta og það er auðvitað bara merkilegt að gera það á þessum tímum. Ég hef það bara fínt og líður vel. Sakna auðvitað margra góða samverkamanna,“ segir Arnar.

Hann segir það víðsfjarri að hann vilji barma sér yfir hlutskipti sínu. „Það væri nú meiri aumingjaskapurinn á þessum tímum þegar margir eiga um sárt að binda.“

Samkvæmt heimildum DV sem Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar hefur staðfest var 20 manns sagt upp en engum almennum fréttamanni. Uppsagnirnar náðu til starfsfólks á auglýsingadeild og íþróttadeild, sem og tæknifólks og dagskrárgerðarmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“