fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Hamingjusamur Clooney

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 17. september 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn George Clooney var á dögunum í viðtali við The Hollywood Reporter. Þar var komið víða við og meðal annars rætt um kunningskap leikarans og Baracks Obama, en forsetinn fyrrverandi hefur heimsótt leikarann í London og dvaldi á heimili hans í sólarhring ásamt hópi öryggisvarða. Í viðtalinu kom einnig fram að Clooney og Obama skiptast á sms-skilaboðum.

Í viðtalinu, sem tekið var á heimili leikarans á Ítalíu, var mest rætt um einkalíf hans. Clooney segir að á árum áður hafi hann oft fundið fyrir einmanakennd. Hann þjáðist einnig af miklum bak- og höfuðverkjum eftir fall við kvikmyndatöku á Syriana. Hann fór í nokkrar bakaðgerðir sem tókust vel og finnur nú lítið fyrir verkjum. Hann þjáðist einnig af svefnleysi, sem hann hefur nú læknast af.

Hann segir að gjörbreyting hafi orðið á lífi hans þegar hann kynntist konu sinni, Amal. „Skyndilega verður líf annarrar manneskju mikilvægara en þitt eigið. Mér finnst leitt að ég var rúmlega fimmtugur þegar ég fann hinn fullkomna lífsförunaut, en þá bara vegna þess að ég vildi hafa átt meiri tíma með henni.“

Hjónunum fæddust tvíburar í júní og Clooney segist vera orðinn snillingur í að skipta um bleyjur. Þeir sem séð hafa tvíburana segja þá vera ótrúlega fallega og sjarmerandi – eins og foreldrarnir sannarlega eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum