fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

Messenger býður upp á misskilning

Hvernig væri að kíkja bara í heimsókn?

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 29. september 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var krakki fórum við mamma gjarna í heimsóknir til vinkvenna hennar eftir vinnu og skóla. Hún sótti mig á bláu bjöllunni, ég skutlaði mér í aftursætið, hékk á milli framsætanna og spurði: „Getum við ekki farið í heimsókn?“ Hún hélt það nú. Svo brunuðum við af stað.

Mömmurnar settust vanalega inn í eldhús, fengu sér tíu dropa og slúðruðu á innsoginu um eigið ástalíf og annarra.

Sjálf ráfaði ég um híbýlin, skoðaði mig um, las í bók eða lék mér við krakka á heimilinu. Í fínni húsum fannst mér sérstaklega spennandi að læsa mig inni á baði og skoða dýrðina í skápunum þar. Alls konar ilmvötn, krem og krukkur. Baðskápar voru ævintýraheimur út af fyrir sig.

Síðdegisheimsóknir til vina og vandamanna voru fastur liður í tilveru okkar og auðvitað fengum við heimsóknir líka. Oftast hringdi fólk á undan sér en þó kom það fyrir að dyrabjallan hringdi óforvarindis og allt í einu var einhver vinkonan mætt í kaffi.

Í dag er öldin önnur. Fólk hittist miklu sjaldnar heima hjá hvert öðru þótt mikið sé lagt upp úr lekkerum híbýlum.

Þetta er hálfgerð synd því það er svo notalegt að heimsækja fólk. Spjalla við það í því örugga umhverfi sem það hefur skapað sér sjálft. Þar fyrir utan er þetta miklu ódýrara en að vera sífellt að hittast á kaffihúsum eða veitingastöðum, ef fólk nennir þá yfirleitt að hafa fyrir því að rækta vináttu og frændgarðinn.

Fyrir nokkrum vikum losaði ég mig við tungusófann úr Ego Decor. Keypti sófa og tvo fallega hægindastóla í stíl af gömlum hjónum Grafarvogi. Allt í einu fannst mér nauðsynlegt að geta boðið fólki sæti í huggulegri stofu þar sem allir geta setið uppréttir. Tungusófar eru líka sérhannaðir fyrir sjónvarpsgláp en ekki spjall og samveru. Ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarpið og misskilningur sem á sér stað í gegnum spjallforrit eða samfélagsmiðla hefur gert mig fremur fráhverfa þeirri tegund samskipta, ef samskipti skyldi kalla.

Maður er manns gaman en Messenger býður upp á misskilning. Förum frekar í heimsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára