fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Verður Adele Nancy?

Viðræður um kvikmyndahlutverk

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. september 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adele er á leið í kvikmyndirnar samkvæmt nýjustu fréttum, en hún á í viðræðum um að leika Nancy í endurgerð söngleiksins Oliver!

Þetta verður fyrsta hlutverk Adele í kvikmynd, en hún tók þátt í einni árið 2012 þegar hún söng titillag James Bond myndarinnar Skyfall. Adele ákvað í sumar að taka sér frí frá tónlistinni og tónleikahaldi, eftir að hún lauk sínu fyrsta (og væntanlega síðasta) heimstónleikaferðalagi, en hún kom fram á 121 tónleikum.

Samkvæmt heimildarmanni þá er Adele alvarlega að íhuga málið. „Hún setur Angelo (fjögurra sonur Adele) í fyrsta sæti, en hún sér þetta sem hlutverk sem hann kynni að meta. Þetta væri ný áskorun fyrir hana, en áskorun sem hún er algjörlega tilbúin að takast á við.“

Breski söngleikurinn Oliver!, með tónlist og textum Lionel Bart, er byggður á hinni ástsælu skáldsögu Charles Dickens, Oliver Twist. Söngleikurinn var frumsýndur á West End í London árið 1960 og á Broadway 1962. Hefur söngleikurinn verið settur upp ítrekað síðan við gríðarlegar vinsældir og árið 1963 fékk Bart Tony verðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Árið 1968 var gerð kvikmynd byggð á leikritinu og sló hún einnig í gegn og vann til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta kvikmynd.

Oliver Twist er önnur skálddaga Dickens og kom út á árunum 1837-39. Bókin fjallar um munaðarleysingjann Oliver Twist, sem flýr slæma vist til London þar sem hann kynnist drengjahópi, en þeir starfa sem vasaþjófar undir harðri stjórn Fagin. Nancy er vændiskona, sem einnig er undir harðstjórn Fagin, og vinátta hennar og umhyggja um betra líf fyrir Oliver verða henni að falli.

Það er Sir Cameron Mackintosh, sem er heimsþekktur og margverðlaunaður leikhúsframleiðandi og Working Title Pictures, sem hyggjast nú gera endurgerð af kvikmyndinni frá 1968. Mackintosh er þekktur fyrir sýningar eins og Cats, Les Misérables, The Phantom of the Opera, Oliver!, Mary Poppins og Miss Saigon, svo aðeins fáar séu nefndar.

Sir Cameron Mackintosh
Sir Cameron Mackintosh
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“