fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ekur þú um á dýrum bíl? Þá þarftu að lesa þetta

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú ert líklega ekki merkilegur pappír ef þú ekur um á mjög dýrum bíl. Líkur eru á að þú sért tuðgjarn, þrjóskur og átt að líkindum ekki gott með að sýna hluttekningu.

Þetta er samkvæmt niðurstöðum tveggja nýlegra rannsókna sem CNN fjallar um.

Í annarri rannsókninni voru niðurstöðurnar á þá leið að eftir því sem bíllinn er dýrari, þeim mun minni eru líkurnar á að ökumaður hans, eigandinn í flestum tilvikum, stoppi til dæmis þegar vegfarendur freista þess að ganga yfir götu.

Fylgst var með nokkur hundruð vegfarendum við ónefnda götu og voru niðurstöðurnar ótvíræðar. Þeir sem óku um á dýrum bílum voru síður líklegir til að stöðva fyrir vegfarendum en þeir sem óku um á meðaldýrum eða ódýrum bílum. Minnkuðu líkurnar að jafnaði um 3% fyrir hverja þúsund dollara sem bíllinn kostar. Þá voru ökumenn örlítið líklegri til að stoppa fyrir konum en körlum.

Varpa höfundar rannsóknarinnar þeirri tilgátu fram að ökumenn dýrra bíla eigi erfiðara en aðrir með að sýna hluttekningu og líti jafnvel á sig sem æðri að einhverju leyti.

Í niðurstöðum hinnar rannsóknarinnar, sem var gerð í Finnlandi, voru eigendur tæplega 1.900 bifreiða spurðir spjörunum úr. Spurningarnar voru um allt milli himins og jarðar; persónuleika þeirra, fjárhagsstöðu og að sjálfsögðu hvernig bíl þeir áttu. Niðurstöðurnar voru á þá leið að „sjálfhverfir karlar“ voru líklegastir til að eiga dýran bíl. Næstlíklegastir voru „samviskusamir einstaklingar af báðum kynjum“ eins og það er orðað. Þetta eru einstaklingar sem almennt telja sig samviskusama, metnaðarfulla og áreiðanlega.

Höfundur rannsóknarinnar varpar fram þeirri tilgátu, varðandi seinni hópinn, að þessi hópur líti á bílinn sem einskonar spegilmynd. Þeir vilji aka um á „áreiðanlegum bíl“ því þeir vilji sjálfir vera „áreiðanlegir“ í augum annarra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra