fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Kristian Nökkvi byrjaður að spila með Ajax

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristian Nökkvi Hlynsson, er byrjaður að æfa og spila með Ajax en hann gekk í raðir félagsins á dögunum.

Kristian kom til Ajax frá Breiðabliki en talað var um að hollenska félagið hefði greitt metfé fyrir hann.

Kristian þreytti frumraun sína með U16 ára liði Ajax um helgina og lék í gær með U17 ára liði félagsins.

Hann, sem er fæddur árið 2004, er sóknarsinnaður leikmaður sem nýtur sín best fremstur á miðju.

Kristian hefur staðið sig afar vel bæði með Blikum sem og yngri landsliðum Íslands þar sem hann hefur spilað upp fyrir sig. Í sumar fór Kristian með 3.flokki karla til Hollands á elítumót og var þar valinn besti leikmaður mótsins af mótshöldurum. Ajax kom auga á hann þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa