fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Sjáðu tapið sem var á rekstri ÍA í fyrra: Launakostnaður rauk upp

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 14:22

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á síðustu leiktíð, þetta kemur fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður ritar á vef Skagafrétta. Tapið var 61 milljón króna.

,,Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifar Magnús.

Tekjur félagsins voru mikið niður en þar munar mest um þegar félagið hagnaðist verulega á sölu Arnórs Sigurðssonar til CSKA Moskvu árið 2018.

Magnús segir að standi til að taka til í rekstrinum og vonast félagið til að snúa þessu gríðarlega tapi við í hagnað.

,,Stjórn Knattspyrnufélags ÍA og framkvæmdastjóri í samvinnu við þjálfara og aðra starfsmenn hafa nú þegar farið í sérstakar aðgerðir við að greina vandann, draga úr kostnaði og auka tekjur. Á árinu 2020 er gert ráð fyrir fyrir miklum viðsnúningi í rekstri með því að draga úr útgjöldum og setja fram hóflega tekjuáætlun.“

,,Áætlað er að rekstur ársins 2020 skili jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir kr.“

Hér að neðan má sjá rekstrartekjur ÍA frá því í fyrra og árið á undan en þar sjást tölur eins og söluhagnað af leikmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar