fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Hjörvar snýr aftur eftir að hafa verið rekinn á síðasta ári: „Mæti extra frískur aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 13:34

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason er aftur mættur til starfa á Stöð2Sport sem sérfræðingur í fótboltaumfjöllun, þetta var staðfest í dag.

Hjörvar var rekinn úr starfi í ágúst en hann starfaði þá sem útvarpsmaður og sérfræðingur í knattspyrnufræðum.

„Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla hjá Stöðvar 2 og Vodafone við Vísir.is

„Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert – að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“

Hjörvar hafði lengi starfað á stöðinni þegar honum var sagt upp en í dag er hann með vinsælasta hlaðvarps landsins, Dr Football. Hann kemur inn í umfjöllun um Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi